Almenn færsla, Fólk og náttúra, Jarðfræði

Grettistök

Grettir, mynd úr 17. aldar handriti.

Þegar einhverjum tekst að gera eitthvað sem er næstum ómögulegt er stundum sagt að viðkomandi hafi lyft grettistaki. 

Grettir Ásmundarson er aðalpersónan í Grettis sögu sem er ein af Íslendingasögunum. Hann var mjög sterkur, en líka skapstór og líklega villingur eða hrekkjusvín! Já, hann var svo sterkur að hann gat lyft risastóru og þungu grjóti.

Orðið grettistak er notað um stóra steina eða björg sem borist hafa með jökli. Þau standa oft stök. Áður en kenningar komu fram um að jökull hefði legið yfir meira og minna öllu Íslandi klóraði fólk sér örugglega í kollinum yfir þessu magnaða grjóti. Hvernig í ósköpunum komst það þangað sem það var?

Grettistök má víða sjá, til dæmis á hæðum og bersvæði ofan við bæinn. Þið ættuð að hafa augun opin og ef þið sjáið stórt og slípað grjót er um að gera að hugsa um Gretti og til jökulsins sem er margfalt kraftmeiri en Grettir karlinn!

Lesa um ísaldarjökulinn. 

Grettistök - (SH).