Í dag er Hrekkjavaka og henni fylgja grasker.
Til er heil ætt plantna sem kölluð er graskersætt. Henni tilheyra til dæmis melónur, kúrbítar, agúrkur og graskerin ógurlegu. Þetta eru sem sagt náskyldar tegundir. Sjáið þið ekki hvað þær eru líkar?
Samkvæmt grasafræðingum eru grasker í raun og veru mjög stór ber, hnöttótt, safarík, með þéttan aldinvegg og mörg fræ.
Um leið og þið skerið út grasker ættuð þið að pæla í byggingu þess og hugsa í leiðinni til annarra berja.
Svo er náttúrulega mikilvægt að búa til súpu.