Það er sérstakt að upplifa eldgos. Þá sjáum við hvernig nýtt land verður til og hvernig nýtt landslag fæðist. Nú gýs í Meradölum, á svipuðum slóðum og gaus á síðasta ári.
Meradalir eru á Reykjanesskaga, sem er eldvirkt svæði. Víða má sjá hraun, gíga og merki eldvirkni frá fyrri tímum á Reykjanesskaga. Kópavogsbær á mikið land og stór hluti þess tilheyrir einmitt Reykjanesskaga. Við þurfum þó ekki að óttast að hraun renni í þéttbýli Kópavogs.
Vísindamenn telja að tímabil eldsumbrota sé að hefjast á Reykjanesskaga. Fyrir gosið í Geldingadölum hafði ekki gosið á Reykjanesskaga síðan árið 1240!
- Hér er hægt að lesa um gosið í Geldingadölum á Vísindavefnum (16. 7. 2021).
- Skoða þrívíddarlíkön frá gosstöðvunum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Fylgist með umfjöllun um gosið í fjölmiðlum.
-
-
- Við hverja er talað?
- Hvað kemur fram?
-
VARÚÐ! Eldgos eru hættuleg.
Helstu hættur við hraungos líkt og í Meradölum:
Hraunið er heitt. Fólk má ekki fara of nálægt og ekki borgar sig að tipla á hrauni sem virðist storknað – það gæti verið logandi kvika rétt fyrir neðan.
Eiturgufur fylgja eldgosum. Þær sjást illa og eru almennt lyktarlausar. Eiturefni þessi setjast í lægðir í nágrenni gjósandi eldstöðva og geta valdið köfnun manna og dýra.
FÓLK Á ALLTAF AÐ FYLGJA LEIÐBEININGUM ALMANNAVARNA OG BJÖRGUNARSVEITA