Plöntur eru fastar á sinni rót. Engu að síður eru plöntur víðs vegar. Lykillinn á bakvið dreifingu plantna eru fræin. Nú þegar sumarið fer að kveðja má sjá að blómin hafa visnað og fræ hafa þroskast. Þau geta jafnvel verið horfin. Fræ dreifast með ýmsu móti:
- Vindurinn feykir þeim
- Dýr og fuglar dreifa þeim
- Fræhirslur springa og þeyta fræjunum
- Sum fræ fljóta og ef þau lenda í vatni berast þau áfram.
Hér eru nokkrar myndir af plöntum sem teknar eru í ágúst og september. Hvernig ætli fræ þeirra dreifist?
Sumar plöntur mynda ávexti og ber. Í þeim eru fræ.
Fræ eru alls konar.
- Rannsakið fræ og skoðið þau nákvæmlega. Þið gætuð líka teiknað þau.
- Hvernig ætli þau dreifist?
- Eru fræ í því sem þið borðið?