Lífríki

Fiðrildi með rana!

Fiðrildi eru með rana, svokallaðan sograna. Við sjáum hann ekki endilega vel með berum augum. Með hjálp síma getum við tekið myndir þar sem það smáa verður sýnilegt.

Eins og þið sjáið á myndbandinu er sograninn langur og sveigjanlegur og með honum kemst fiðrildið að dísætum blómasafa sem það nærist á. Þegar raninn er ekki í notkun er hann upprúllaður. Fiðrildi fara á milli blóma til að næra sig en bera samtímis frjó á milli blómanna.

Á haus fiðrilda eru langir fálmarar. Með þeim skynja fiðrildin umhverfið og geta með hjálp þeirra til dæmis fundið lykt af blómum eða æskilegum maka!

Fiðrildið á myndinni er (líklega) skrautfeti og blómin eru á blóðbergi, sem þarna vex uppúr krækiberjalyngi.

Alls hafa fundist um 100 tegundir fiðrilda á Íslandi sem ýmist lifa hér að staðaldri eða berast með vindum (Náttúrufræðistofnun).

Fiðrildi teljast til skordýra. Líkami skordýra skiptist í höfuðframbol, með sex fætur og afturbol. Vængirnir tengjast frambolnum og eru tveir eða fjórir eftir tegundum.

Fylgist vel með fiðrildunum á myndbandinu. Þið sjáið í senn beint framan á fiðrildi og vangasvip.

  • Skoðið vel fálmara og sograna.
  • Getið þið séð haus, frambol og afturbol?
  • Hvernig ætli áferð vængjanna sé? Þið ættuð að reyna að veiða fiðrildi og skoða það í víðsjá eða með stækkunargleri.