Almenn færsla

Dagur íslenskrar náttúru

Gleðilega hátíð!

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru. Horfum eftir henni í landi Kópavogs – hana er víða að finna.

Hér og þar má sjá lítið breytta eða óraskaða náttúru í þéttbýlinu. Fjaran er gott dæmi, en víða eru blettir með villtum gróðri, votlendi, spennandi klettum og fleiru. Þar lifa ótal lífverur. Margt er áhugavert að skoða, rannsaka og læra um. Fólki líður líka vel úti í náttúrunni og þar fær það gjarnan innblástur.

Gætum hennar.

Í Borgarholti - (SH).