Tröllabörn eru jarðfræðifyrirbæri sem kallast hraundrýli á máli jarðfræðinnar. Hraundrýli eru eins konar strompar sem myndast yfir göngum þar sem hraun rennur. Gosgufur og hraunslettur leita upp um op og mynda sérkennilega strompa.
Þessu er mjög vel lýst á skilti sem er við Tröllabörnin tíu.
Það er gaman að heilsa upp á þessi skrýtnu börn. Þau eru sveitakrakkar og eru staðsett fyrir ofan byggðina.