Algengt er að sjá fléttur vaxa á steinum. Þær eru sérkennilegar. Um er að ræða tvær lífverur sem lifa saman og geta ekki verið án hvor annarrar, eru í sambýli. Þetta eru sveppir og þörungar. Þörungur getur ljóstillífað og þannig skaffa þeir bæði sér og sveppunum næringu. Sveppirnir ná í vatn og steinefni bæði fyrir sig og þörungana.
Fléttur eru mjög viðkvæmar fyrir loftmengun. Mörg dæmi eru um að vissar tegundir hafi horfið af stórum svæðum umhverfis verksmiðjur.
- Rannsakið fléttur á grjóti og klettum í Kópavogi.
- Hvar á grjótinu eru þær mest áberandi?
- Hvernig eru flétturnar á litinn?
- Hvernig er áferðin?
- Skoðið flétturnar með stækkunargleri, í víðsjá eða með smásjá.
- Vinnið myndlistarverk byggt á fléttum – frjáls tækni!
- Lesið um skófir í þjóðsögunni Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.