Almenn færsla, Lífríki

Stokkendur í sparifötum

Nýlegt par í Fossvogi, Kópavogsmegin! - (SH).

Að hausti eða snemma vetrar fara andarsteggir í skrautbúning. Þá ganga þeir betur í augu kollanna. Stokkendur eru mjög fallegar og kannski sérstaklega steggurinn með sinn græna haus.

Sparibúnir fara steggirnir fljótlega að stíga í vænginn við kollurnar og biðlunaratferli hefst. Það getur verið þó nokkuð líflegt og skemmtilegt að fylgjast með því. Endurnar eru síðan meira og minna paraðar yfir veturinn. Um hávetur eru þær rólegar en er nær dregur vori má aftur fara að fylgjast með atferli sem tengist biðlun og æxlun.

Þið ættuð að hafa augun opin fyrir öllum þessum fallegu stakkandarpörum – eða hugsanlega verðandi stokkandarpörum. Þið gætuð líka gefið öndunum brauð í vetrarkuldum. Þær kunna að meta það!