Almenn færsla, Lífríki

Búskapur hrafna

Hrafnahjón hafa verpt undir þakskegginu á versluninni BYKÓ á Selfossi. Hægt er að fylgjast með fjölskyldulífinu í beinni útsendingu hvenær sem er á meðan fjölskyldan heldur sig við hreiðrið. Þau heita víst Hrefna og Hrafn foreldrarnir, en það er spurning hvaða nöfn ungarnir fá.

Áhrifavaldur á Selfossi - alltaf í beinni! - (skjámynd af vef BYKÓ).
  • Skoðið vel hvaða efni er í hreiðrinu. Hreiður hrafns er kallað laupur.
  • Eru egg í hreiðrinu eða ungar? Hve mörg/margir?
  • Fylgist með fuglunum og hvað þeir gera.
  • Fylgist reglulega með þroska unganna.

BYKÓ er skammstöfun fyrir Byggingavöruverslun Kópavogs.